Frestað - Miðbæjarreið 2024

Framkvæmdir á Skólavörðustíg 

Frestað um óákveðinn tíma - Landssamband hestamannafélaga stendur fyrir árlegri miðbæjarreið. Að þessu sinni fer reiðin fram þriðjudaginn 28. maí. Við hvetjum áhugafólk um íslenska hestinn til að koma í miðbæinn og dást að fallegu hestunum okkar.

Sörlafélagar við hvetjum ykkur til að taka þátt, virkilega skemmtilegur viðburður til að vekja athygli á íslenska hestinum, hestaíþróttinni og almennri hestamennsku.

Reiðin hefst formlega við Hallgrímskirkju, þar sem Brokkkórinn tekur nokkur lög áður en haldið er niður Skólavörðustíg, áleiðs að Austurvelli og í gengum Hljómskálagarðinn.

Nánari upplýsingar hér á FB viðburðinum
https://www.facebook.com/events/399952559628856/