Frumtamninganámskeið

Örfá sæti laus 

Róbert Petersen reiðkennari verður með frumtamninganámskeið hér í Sörla og hefst það mánudaginn 1. nóvember með bóklegum tíma kl 18:00 á Sörlastöðum.

Eftir bóklega tímann verður hópnum skipt í minni hópa, hver hópur klst í senn.

Í verklegu tímunum kemur hver þátttakandi með sitt trippi og farið verður í gegnum helstu þætti frumtamninga, s.s:

  1. Atferli hestsins

  2. Leiðtogahlutverk

  3. Fortamning á trippi

  4. Undirbúningur fyrir frumtamningu

  5. Frumtamning

Bóklegir tímar: 1
Verklegir tímar: 11
Tímar: Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga í fjórar vikur.
Verð: 52.000 kr.

Fjórir nemendur verða í hverjum hópi en hámarksfjöldi á námskeiðið er 12 – 16 þátttakendur. Bóklegur tími verður sameiginlegur fyrir allan hópinn.

Verklega kennslan fer fram að hluta í hesthúsi með samliggjandi reiðhöll á svæðinu og í reiðhöll Sörla, þar verður unnið með trippin. Einnig eiga nemendur að fylgjast með öðrum og læra þannig á mismunandi hestgerðir og mismunandi aðferðir við for- og frumtamningu.

Fyrstu 12 sem skrá sig komast á námskeiðið, hinir fara á biðlista.

Hér er hægt að skrá sig á námskeiðið