Frumtamninganámskeið - Haust 2024

Lengi býr að fyrstu gerð 

Haustið er tilvalinn tími til þess að byrja að frumtemja tryppin.

Ró yfir öllu, frískt loft og hrossin að byrja að fara í vetrarham.

Hinrik Þór Sigurðsson reiðkennari heldur frumtamninganámskeið á vegum félagsins í september og október.

Um er að ræða 12 tíma námskeið sem skiptist í 10 verklega tíma og tvo sýnikennslu.

Kennt er í 3 manna hópum í 1 klukkustund í senn og kennsla fer fram á fjögurra vikna tímabili frá 19. sept - 9. okt

Kennsla fer fram eftirfarandi daga:

  • 19. sept, fimmtudagur - Sýnikennsla í félagshúsi.

  • 21. sept, laugardagur - Verklegt í félagshúsi

  • 22. sept, sunnudagur - Verklegt í félagshúsi

  • 23. sept, mánudagur - Verklegt í reiðhöll

  • 25. sept, miðvikudagur - Verklegt í reiðhöll

  • 26. sept, fimmtudagur - Verklegt í reiðhöll

  • 1. okt, þriðjudagur - Sýnikennsla í reiðhöll

  • 2. okt, miðvikudagur - Verklegt í félagshúsi

  • 3. okt, fimmtudagur - Verklegt í félagshúsi

  • 7. okt, mánudagur - Verklegt í félagshúsi

  • 8. okt, þriðjudagur - Verklegt í félagshúsi

  • 9. okt, miðvikudagur - Verklegt í félagshúsi

Áhersla er lögð á að knapar læri og tileinki sér góð vinnubrögð við fyrstu skref tamningarinnar, öðlist skilning á atferli og skynjun hestsins og því hvernig hesturinn lærir.

Markmið námskeiðsins er að knapar og hestar öðlist traustan grunn fyrir áframhaldandi tamningu, knapinn hafi skýr verkefni að vinna með og öðlist innsýn í verkefnin við frumtamningar.

Nemendur sem þurfa pláss fyrir hesta sína geta haft samband við framkvæmdarstjóra Sörla um að leigja pláss í félagshúsi félagsins á meðan á námskeiðinu stendur.

Áhugasamir hestamenn sem ekki hafa hest í námskeiðið geta keypt aðgang að bóklegu tímunum sem haldnir eru 19. september og 1. október og eru í formi sýnikennslu og hægt er að hafa samband við Hinrik um lán á tryppi til þess að hafa á námskeiðinu fyrir knapa sem ekki er með aðgang að eigin unghesti.

Kennsla fer ýmist fram á Sörlastöðum eða í félagshúsi Sörla.

Fyrstu 12 sem skrá sig komast á námskeiðið, hinir fara á biðlista.
Verð 60.000 kr.

Búið er að opna fyrir skráningu á Sportabler.

Til að skrá í Sportabler þarf að stofna aðgang:

https://sportabler.com/shop/sorli/


Velja tungumál
Innskrá í Sportabler
Nýskrá 
Fylla út 
Senda

Eftir að búið er að stofna sinn eigin aðgang þá er aftur farið inn á sportabler.com/shop/sorli valið námskeið fyrir iðkendur, hægt er að skipta greiðslum.