Fyrirlestur Einar fóðurfræðingur og Tanja Rún dýralæknir - Frestast um óákveðinn tíma

Á Sörlastöðum 

Fyrirlesturinn frestast því miður um óákveðinn tíma, nánar auglýst síðar.

Fimmtudaginn 19. janúar kl. 19:30 munu Einar Ásgeirsson fóðurfræðingur og Tanja Rún Jóhannsdóttir vera með fræðsluerindi um Fóðurfræði og Stoðkerfi hesta á Sörlastöðum.

Einar mun fara yfir fóðurfræði hrossa, hvað þarf að hugsa um þegar kemur að fóðrun hrossa á húsi og hvernig við byggjum upp hestinn sem íþrótta"mann"

Tanja mun fjalla í grófum dráttum um uppbyggingu stoðkerfisins og hvernig við vinnum að því að styrkja hestinn og ná fram afköstum án þess að valda honum skaða.

Einar Ásgeirsson, Fóðurfræðingur Fóðurblöndunnar. Tók Bs. Nám í hestafræði við LBHÍ og Háskólann á Hólum og tók Meistaranám í fóðurfræði við Landbúnaðarhaskóla Svíþjóðar, SLU. Hefur unnið hjá Fóðurblöndunni frá 2017. Kynbótadómari og járningamaður í hjáverkum.

Tanja Rún Jóhannsdóttir, dýralæknir. Lauk Bs.námi í Hestafræði við LBHÍ og Háskólann á Hólum, Meistararanámi í Fóðurfræði við Sænska Landbúnaðarháskólann og Dýralæknanámi við Dýralæknaháskólann í Kosice, Slóvakíu árið 2021. Vinnur í dag sem Dýralæknir hjá Dýralæknum Sandhólaferju.

Allir velkomnir.

Aðgangseyrir 1000 kr.

Fræðslunefnd Sörla