landmot.is og í HorseDay appinu og um að gera að fylgjast vel með þar.

">

Fyrsti dagur Landsmóts á morgun

Í Víðidal 

Þetta verður langloka því við erum mörg á Landsmóti, en hér með hefst fréttavakt Sörlafélaga á LM, mótið sett hjá okkar fólki.

Landsmót Hestamanna 2024 byrjar á morgun og það verður stanslaus keyrsla og stanslaust stuð fram á sunnudag.

Dagskrá og ráslista er hægt að nálgast á landmot.is og í HorseDay appinu og um að gera að fylgjast vel með þar.

En dagskrá mánudagsins er þannig að keppni á aðalvellinum hefst á barnaflokki klukkan 8:30
Eftir hádegið er B-flokkur gæðinga sem hefst 13:30 og B-flokkur ungmenna hefst 18:40.
Keppnishlutanum lýkur svo á gæðingaskeiði úti á kynbótavelli klukkan 21:25.

Nú er það vaktaplanið fyrir okkur Sörlafélaga því við eigum alveg hóp af keppendum sem hefja leik á morgun.

En strax í fyrsta holli mótsins í barnaflokki ríður kátasti knapi barnaflokks á þessari öld í braut, en það er hún Elísabet Benediktsdóttir á Östru frá Köldukinn.

Ásthildur Sigurvins á Hrafni er svo í 8. holli kraftmikil að vanda.

Bubbi okkar, Guðbjörn Svavar Kristjánsson á henni Þokkadísi er í 13 holli.

Eftir smá hlé er það svo fimleikastelpan í hópnum hún Þórunn María Davíðsdóttir í 21. holli, Unnarholtsbóndinn Unnur Einarsdóttir á Birtingi í holli 22, Hjördís Antonía á Gjöf í því 24 þrælbrött.

Una Björt og Agla frá Ási eru í 28. holli og ætla að láta að sér kveða og hinn Unnarholtsbóndinn hún Hlín Einarsdóttir er í 30 holli.

Sérstakri forkeppni í barnaflokki á að ljúka kl 12:30

Í B-flokki eigum við fulltrúa strax í byrjun þar sem Friðdóra og Toppur eru í 2. holli, Ylfa Guðrún og Postuli í 3. holli og Addi Snæbjörns á Friðdísi í 4. holli svo B-flokkur byrjar með látum hjá okkur.

Katla Sif og Gleði eru í því 8. Darri Gunnars og Draumur í 19. holli, Ylfa og Þór frá Hekluflötum í því 27.

Sindri Sig og Höfðingi eru í 29 holli, Eyjó Þorsteins og Óskar eru svo í 36. holli, Palli og Tíberíus í því 38.

Eftir kvöldmatarhlé klukkan 18:40 eru það svo ungmennin en þar erum við með kraftmikinn hóp og en hann Krissi á Úlfi ríður hreinlega á vaðið í flokknum og er fyrstur inn í fyrsta ráshóp. Svo er Ingunn Rán á Skugga í 7. holli ásamt henni Elizu-Mariu á Darra en þær eru saman inná.

Júlía Björg á Pósti er í 14. holli, Sigríður Inga og Draumadís í því 15. og Jessica Ósk á Eyrúnu í 19. holli.

Siggi Dagur og Flugar eru í 26. holli og Sara Dís á honum Nökkva rekur lestina í 28. holli.

Þetta eru pörin sem eru fulltrúar Sörla í gæðingakeppninni á morgun.
Í gæðingaskeiðinu er Ingibergur Árnason og Flótta meðal þátttakenda og Hanna Rún Ingibergs á Sirkus og þau feðgin munu ekki láta sitt eftir liggja í brautinni.

Við fylgjumst vel með okkar fólki, höldum stemningu í brekkunni, það á að stytta upp og lægja með kvöldinu og við sjáumst eldhress í Víðidalnum strax í fyrramálið.