Fyrsti félagstúr félagsins í langan tíma

Félagstúr 

Fyrsti félagstúr Sörla, alveg síðan í febrúar 2020,  var farinn nú á sunnudag. Veðrið lék við hesta og menn en riðið var frá Sörlastöðum, gamla Kaldárselsveginn, í Kjóadal yfir í Seldal og nýja reiðveginn vestan megin við Hvaleyrarvatn. Þaðan var farið upp á Bleiksteinsháls þar sem knapar gátu notið útsýnisins.

Allir voru glaðir og sérstaklega ánægðir með að mega loksins fara aftur í félagstúr.