Ferðanefnd

Heimskur er heimaalinn 

Tilgangur og hlutverk Ferðanefndar

Hlutverk ferðanefndar er að halda utan um félagsreiðtúra félagsins og hina árlegu sumarferð Sörla. Fyrsti félagsreiðtúr hvers vetrar er á gamlársdag og síðan er a.m.k einn reiðtúr í mánuði fram í júní.

Í byrjun vetrar eru reiðtúrarnir stuttir en lengjast svo eftir því sem líður á vorið. Þá er m.a. riðið inn í Heiðmörk, í kringum Helgafell og jafnvel til Krýsuvíkur ef aðstæður leyfa.

Ferðanefnd  fyrir starfsárið 2024-2025

Formaður Jón Harðarson 690 3339
Kristín Auður Elíasdóttir
Heiðrún Arna

Starfslýsing fyrir Ferðanefnd

Samþykkt á aðalfundi 2019

  1. Ferðanefnd skal skipuð a.m.k. þremur félagsmönnum og er formaður er kosinn á aðalfundi og á fyrsta fundi skal nefndin kjósa sér ritara og gjaldkera.

  2.  Nefndin skal sjá um ferðalög sem farin eru í nafni félagsins, gamlársreið, þorrareið, reiðtúra fyrsta laugardag í hverjum mánuði, dagsferð á sumardaginn fyrsta, grilltúr, Helgafellstúr og sumarferð félagsins

  3.  Nefndin skal jafnan hafa einhvern fróðleik á takteinum um það svæði þar sem farið er, t.d. varðandi byggingar og náttúru.

  4.  Æskilegt er að saga ferðalaga sé skráð í máli og myndum.

  5.  Nefndarmenn skulu ávallt nota netfang nefndarinnar í tölvupóstsamskiptum við aðra um málefni nefndarinnar.

  6.  Í upphafi starfsárs eða eftir aðalfund gerir nefndin rekstraráætlun fyrir starfsárið og sendir stjórn félagsins til samþykktar.

  7.  Gjaldkeri í samráði við framkvæmdastjóra skal fara með fjármál nefndarinnar í samræmi við lög og góða reikningsskilavenju. Löglegir reikningar skulu fylgja öllum greiðslum. 

  8.  Nefndin ber ábyrgð á auglýsingum á viðburðum og öðru tengdu efni varðandi nefndarstarf.  Nefndin skal skila fréttum og öðru efni til framkvæmdastjóra fyrir Sörlavefinn.

  9.  Uppgjör nefndarinnar og endurgreiðslur til einstakra aðila skulu fara fram eigi síðar en mánuð eftir viðburð og afhendast framkvæmdastjóra Sörla. Með uppgjöri og endurgreiðslum skulu fylgja reikningar fyrir öllum útlögðum kostnaði. 

  10.  Nefndin skal hafa skilað endanlegu reikningshaldi til framkvæmdastjóra félagsins ekki seinna en einum mánuði fyrir aðalfund.

  11.  Nefndin skal hafa samráð við aðrar nefndir/deildir eftir atvikum.

  12.  Fundargerð skal nefndin rita um hvern fund sem síðan skal lesin á næsta fundi.

  13.  Skila skal skýrslu nefndarinnar fyrir starfsárið, viku fyrir auglýstan aðalfund.

Að öðru leiti fer starfslýsing nefndarinnar eftir lögum félagsins.