Gæðingaknapi ársins 2021 - Daníel Jónsson

Gæðingaknapi ársins 

Við erum stolt af því að Sörlamaðurinn okkar, Daníel Jónsson, hlaut titilinn Gæðingaknapi ársins 2021 á verðlaunahátíð LH.

Á frétta vef Eiðfaxa segir:

Gæðingaknapi ársins 2021 er Daníel Jónsson en valið var kynngjört rétt í þessu á verðlaunahátíð Landsambandsins sem haldin er á Hotel Natura. Í tilkynningu frá Landssambandinu kemur fram:

„Daníel Jónsson hefur lengi verið í fremstu röð afreksknapa. Hann reið Adrían frá Garðshorni á Þelamörk til sigurs í sterkum B-flokki gæðinga á Fjórðungsmótinu í Borgarnesi með eftirminnilegum hætti. Þeir félagar sitja einnig efstir á stöðulista ársins í B-flokki með einkunnina 8,81 í forkeppni. Daníel slær ekki slöku við og mætir ár eftir ár með frábæra gæðinga til leiks og ólíklegt er að á því verði breyting á næstu árum, Daníel er gæðingaknapi ársins.“

Stjórn og framkvæmdastjóri Sörla óska Daníel innilega til hamingju með árangurinn.

Áfram Sörli

 

https://eidfaxi.is/gaedingaknapi-arsins-2021/