Gæðingaveisla Sörla verður haldin!

Á Hraunhamarsvelli 

Mótanefnd Sörla hefur ákveðið að snúa við blaðinu og halda Gæðingaveislu Sörla helgina 29 - 31 ágúst nk. þrátt fyrir að áður hafi verið tilkynnt að mótið yrði fellt niður.

Ákvörðunin byggir á fjölda áskorana sem bárust bæði frá félagsfólki okkar í Sörla og góðum vinum úr öðrum hestamannafélögum. Við hlustum á okkar fólk – og með slíkan stuðning og hvatningu í farteskinu var ljóst að veislan á að verða!

Við erum ótrúlega spennt að taka á móti keppendum og áhorfendum í fjörðinn fallega, á okkar frábæru aðstöðu, og hlökkum til að sjá líf og gleði á keppnisvellinum.

Við hvetjum alla keppendur til að skrá sig sem fyrst, svo við getum skipulagt mótið með góðum fyrirvara og tryggt að stemningin verði sem best - búið er að opna aftur fyrir skráningu.

Það er ekkert annað – Gæðingaveislan verður haldin og við ætlum að gera hana eftirminnilega!

F.h. mótanefndar Sörla

Sindri Sig