Nú er lokið vinnu við að skipta um gólfefni í reiðhöllinni. Gamla efninu var öllu mokað út og gólfið dýpkað og settir inn 200 rúmmetrar af timburkurli.
Þessi aðgerð kostar félagið mikla peninga og því verðum við að setja þá reglu að allir hreinsi úr hófum hesta sinna áður en að farið er inn í höllina. Sömuleiðis verður hver og einn að þrífa upp eftir sinn hest af gólfi reiðhallar.
Spritt verður við inngang í höll og við skítatunnur og biðjum við alla að fara afar varlega og sinna öllum sóttvarnarreglum eins og best verður á kosið.
Er það von okkar þetta reynist vel og verði endingagott efni. Þessi aðgerð á að endast okkur í einhver ár og ef allir ganga vel um mun svo verða.
Til hamingju Sörlarar með nýja gólfið. Höllin opnar í kvöld. Vinsamlega hafið með ykkur eitthvað til að taka úr hófunum því að ekki vannst tími til að koma þeim verkfærum upp. Þau verða komin innan tíðar.