Grisjun í Gráhelluhrauni vegna Hnoðraholtslínu

Grisjun 

Verið er að grisja skóginn í Gráhelluhrauni, en það eru menn á vegum Landsnets að fella tré vegna færslu á Hnoðraholtslínu.

Í dag og næstu daga verða þeir á ferðinni á reiðstígunum.

Viljum við því biðja knapa að fara varlega og sýna þessari framkvæmd skilning.