Grjóthleðslunámskeið

Í gróðurlundinum okkar 

Helgina 14. og 15. október verður grjóthleðslunámskeið haldið í Sörlalundi í Kjóadal.

Námskeiðið stendur frá kl. 09.00 að morgni til kl.17:00 báða dagana.

Þátttakendum er bent á að hafa meðferðis góðan yfirfatnað og vinnuhanska. Í hádegishléi báða dagana er boðið upp á súpu að Sörlastöðum en kaffi og meðlæti verður á staðnum þar sem hleðslunámskeiðið fer fram.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Kristín Auður Kelddal, hægt er að hafa samband við hana í síma 770 5377 fyrir frekari upplýsingar.

Verð pr. mann kr. 25.000 kr.

Allir eru velkomnir á námskeiðið.

Hér er hægt að skrá sig á námskeiðið.