Hæfileikamótun LH

 

Á síðasta ári hófst verkefnið Hæfileikamótun LH. Í meðfylgjandi frètt frá LH sem birtist á vef Eiðfaxa segir að ,,tilgangur verkefnisins sé að efla uppbyggingu afreksstarfs hestaíþrótta og efla færni efnilegra knapa í unglingaflokki (14-17 ára) sem stefna á að ná árangri í hestaíþróttum. Valið er í hópa svæðisbundið og á þessu tímabili eru tveir hópar á höfuðborgarsvæðinu, einn á Suðurlandi, tveir á Norðurlandi (einn í Skagafirði og einn á Akureyri) og einn hópur á Vesturlandi. Er þetta gert með það í huga að ungir knapar víðsvegar um landið fái jöfn tækifæri til að taka þátt”.

Hjá okkur í Hestamannafélaginu Sörla er mikið og öflugt barna og unglingastarf og erum við ákaflega stolt af því að eiga 7 glæsta fulltrúa í Hæfileikamótun LH, en félagið styrkir þesssa ungu félagsmenn til þátttöku.

Framtíð Sörla er björt. Áfram Sörli!!!

https://eidfaxi.is/haefileikamotun-lh-komin-a-fulla-ferd/