Hæfileikamótun LH

Umsóknir óskast 

Hæfileikamótun LH er fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára og yfirþjálfari Hæfileikamótunar er Sigvaldi Lárus Guðmundsson reiðkennari.

Þróun hæfileikamótunar LH hefur verið mikil undanfarin ár en á þessu starfsári mun starfsemin stækka enn frekar en áður og verður boðið upp á tvo hópa í hæfileikamótun.

Í hæfileikamótun eru ungir og efnilegir framtíðarknapar Íslands. Markmið hæfileikamótunar LH er að hjálpa þeim að verða betri þjálfarar og reiðmenn en einnig að kynnast landsliðsumhverfinu og verða að flottum fyrirmyndum fyrir aðra unga knapa.

Tekið er á móti umsóknum í hæfileikamótun LH 2023-2024 á vef LH.

Umsóknarfrestur er til 10. október 2023.

Hér er hægt að nálgast frétt LH og umóknareyðublað.