Hafnarfjarðarmeistaramót Sörla hófst í dag

Úrslit 

Verðlaunagripur hannaður af Ríkeyju Magnúsdóttur Ringsted í tilefni af 80 ára afmæli félagsins

Hafnarfjarðarmeistaramót Sörla hófst í dag í blíðskaparveðri á Hraunhamarsvellinum.

Á vellinum mátti sjá afrakstur metnaðarfullrar þjálfunar vetrarins en mótið er að þessu sinni lokað vegna byggingar einnar glæsilegustu reiðhallar landsins.

Í ár er Hestamannafélagið Sörli 80 ára og af því tilefni fékk stjórn félagsins listamanninn og vöruhönnuðinn Ríkeyju Magnúsdóttur Ringsted til að hanna verðlaunagrip fyrir bæði Hafnarfjarðarmeistaramótið og Gæðingamótið sem haldið verður í lok maí.

Í dag lauk forkeppni í Fimmgangi og Fjórgangi auk þess sem keppni lauk í Gæðingaskeiði.

Úrslit í Gæðingaskeiði eru eftirfarandi:

Gæðingaskeið - Meistaraflokkur
1. sæti Ingibergur Árnason og Flótti frá Meiri-Tungu
2. sæti Eyjólfur Þorsteinsson og Dimma frá Syðri-Reykjum 3
3. sæti Hinrik Þór Sigurðsson og Ómur frá Silfurmýri

Gæðingaskeið -1. flokkur
1. sæti Bjarni Sigurðsson og Týr frá Miklagarði
2. sæti Sævar Leifsson og Glæsir frá Fornusöndum
3. sæti Hafdís Arna Sigurðardóttir og Dimma frá Miðhjáleigu
4. sæti Darri Gunnarsson og Ísing frá Harðbakka

Gæðingaskeið - 2. flokkur
1. sæti Sveinn Heiðar Jóhannesso og Glæsir frá Skriðu

Gæðingaskeið - Ungmennaflokkur
1. sæti Sara Dís Snorradóttir og Djarfur frá Litla-Hofi
2. sæti Júlía Björg Gabaj Knudsen og Mugga frá Litla-Dal
3. sæti Tristan Logi Lavender og Auðna frá Húsafelli
4. sæti Ingunn Rán Sigurðardóttir og Mist frá Einhamri 2

Meistaraflokkur
1. flokkur
2. flokkur
Ungmennaflokkur