Hátíðartölt Sörla 2023

Það verður gaman 


Hátíðartölt Sörla 2023 verður haldið laugardaginn 30. desember og hefst mótið kl 17:30. Vakin er athygli á að mótið er opið mót.


Tekið verður á móti skráningum samdægurs milli kl 15:30-17:00 á Sörlastöðum. Skráningargjald er 2500kr. en frítt fyrir 15. ára og yngri.

Keppt verður á beinni braut í eftirtöldum flokkum:
Flokkur 15. ára og yngri
Flokkur 16. - 21. árs
Karlaflokkur
Kvennaflokkur

Að loknu móti verður boðið uppá gegn sanngjörnu gjaldi kótilettur i raspi og léttari veitingar fyrir börn.

Hlökkum til að sjá sem flesta,
Kristján Jónsson,
mótsstjóri