Haustfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun 2025

Frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands 

Frá ÍSÍ

Haustfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun allra stiga, 1., 2. og 3 stig, hefst mánudaginn 15. september næstkomandi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ.

Skráning fer fram á Abler:

http://www.abler.io/shop/isi

Nemendur velja rétt námskeið og ganga frá greiðslu námskeiðsgjaldsins í heimabanka. Þeir sem ekki hafa skráð sig áður í Sportabler þurfa að búa til nýjan aðgang undir „Nýr notandi“.

Allar nánari upplýsingar um fjarnámið og þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson í síma 514-4000 & 863-1399 eða á vidar@isi.is 

Dæmi um svör frá nemendum þegar þeir voru spurðir út í helstu kosti námsins:

„Faglegt og gott námsefni, þverfagleg nálgun á þjálfun og gott samband inn í íþróttagreinar“

„Gott aðgengi að kennara og vel útskýrt námsefni“

„Það er farið vel yfir bæði andlega og líkamlega þætti í þjálfun og fjölbreytni er mikil“

„Vel skipulagt og skýr verkefnaviðmið og leiðsögn“

„Mér fannst það ýta undir gagnrýna hugsun og kenndi mér ýmislegt hagnýtt sem hefur nýst mér í þjálfarastarfinu“

„Allir geta unnið verkefni út frá sínu áhugasviði en eru ekki bundnir við ákveðna íþrótt“

„Námið fer yfir allt sem er mikilvægt“