Helgarnámskeið með Atla Guðmunds 10.-11. febrúar

Kennsla 

Reynsluboltinn og Sörlafélaginn Atli Guðmundsson mun halda helgarnámskeið helgina 10.-11. febrúar. Atla þarf vart að kynna en hann hefur áratuga reynslu af keppni og kennslu í hestamennsku, hann kennir bæði hérlendis og erlendis. Námskeiðið verður sniðið að þörfum hvers knapa og hests.

45 mín. einkatímar laugardag og sunnudag.

Námskeiðsgjald er 26.000 kr.

Fyrstu 10 sem skrá sig komast á námskeiðið, hinir fara á biðlista.

Opnað verður fyrir skráningu í Sportabler 30. janúar.