Helgarnámskeið með Eyjólfi Þorsteinssyni

Á Sörlastöðum 

Eyjólfur Þorsteinsson verður með helgarnámskeið helgina 13. -14. apríl næstkomandi.

Eyjólfur er uppalin Sörlafélagi en hefur stundað sína hestamennsku í Svíþjóð undanfarinn ár. Hann hefur meðal annars keppt til úrslita á Landsmót hestamanna og verið mikið á heimsmeistaramótum með góðum árangri. Námskeiðið verður sniðið að þörfum hvers knapa og hests.

40 mín. einkatímar laugardag og sunnudag.

Námskeiðagjald er 26.000 kr

Fyrstu 10 sem skrá sig komast á námskeiðið, hinir fara á biðlista.

Búið er að opna fyrir skráningu.

Skráning á Sportabler.

Skráningu líkur 12. apríl kl 12:00