Helgarnámskeið með Hans Þór Hilmarssyni

Á Sörlastöðum 

Helgarnámskeiðið verður dagana 9. - 10. mars

Hans Þór Hilmarsson er menntaður reiðkennari og tamningamaður frá háskólanum á Hólum og starfar við tamningar og þjálfun hrossa.

Hans Þór hefur einnig náð góðum árangri undanfarin ár í keppni og sýningum kynbótahrossa,

Á námskeiðinu verður farið í uppbyggilega þjálfun hests og knapa. 45 mín. einkatímar laugardag og sunnudag.

Námskeiðagjald fyrir 21 árs og eldri er 30.000 kr en unglingar og ungmenni 23.000 kr

Fyrstu 10 sem skrá sig komast á námskeiðið, hinir fara á biðlista.

Hámarksfjöldi er 10 þátttakendur - við opnun fyrir skráningu á sportabler kl 14:00 fimmtudaginn 29. febrúar.

Skráning á Sportabler.

Skráningu líkur 8. mars kl 12:00