Helgarnámskeið með Hans Þór Hilmarssyni

Dagana 11.-12. mars 

Hans Þór Hilmarsson er menntaður reiðkennari og tamningamaður frá háskólanum á Hólum og starfar við tamningar og þjálfun hrossa.

Hans Þór hefur einnig náð góðum árangri undanfarin ár í keppni og sýningum kynbótahrossa,

Á námskeiðinu verður farið í uppbyggilega þjálfun hests og knapa. 45 mín. einkatímar laugardag og sunnudag.

Verð 26.000 kr.

Hámarksfjöldi er 11 þátttakendur.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeiðið.

Skráð verður á námskeiðið í gegnum Sportabler kerfið, þeir sem ætla að skrá sig verða að stofna eigin Sportabler aðgang.

Til að stofna aðgang þá:
https://sportabler.com/shop/sorli/

Velja tungumál
Innskrá í Sportabler
Nýskrá 
Fylla út 
Senda

Eftir að búið er að stofna sinn eigin aðgang þá er aftur farið inn á sportabler.com/shop/sorli veljið námskeiðið og gangið frá skráningu.