Enn og aftur hafa safnast saman kerrur á HESTAKERRUSVÆÐIÐ okkar sem ekki eiga vera þar, hjólhýsi, tjaldvagnar, litlar léttikerrur og flatvagnar. Þetta eru ekki hestakerrur og eru því eigendur beðnir um að fjarlægja þær sem allra fyrst því nú fer að fjölga hestakerrum á svæðinu því margir eru búnir að taka á hús eða gera það næstu daga.
Viljum við biðja hestakerrueigendur að reyna að leggja kerrunum eins þétt og hægt er svo það komist sem flestar kerrur fyrir á svæðinu, því eins og við öll vitum þá er það helst til lítið miðað við hestakerrueign félagsmanna.
Einnig viljum við ítreka og biðja fólk um að ganga vel um hestakerrusvæðið sem og allt okkar athafnasvæði en í sumar var hent fullt af ónýtu heyi sem við þurftum að fjarlægja og nú hefur einhver á haustdögum mokað möl og hellum úr kerru sinni við kerrusvæðið, þetta er gjörsamlega ólíðandi og óþolandi umgengni.