Heyefnagreining fyrir Sörlafélaga

Sýni sótt við Sörlastaði 

Meðfylgjandi er niðurstöðublað sem sýnir niðurstöður í stærri greiningu og einnig viðmið

Til félaga í Hestamannafélaginu Sörli

Við bjóðum uppá heyefnagreiningar fyrir hestamenn. Tvennskonar, minni greining kostar 5630.- kr án vsk og stærri greining kostar 11332.- kr án vsk .  Minni greiningin er með orkuefnagreiningum (Meltanleiki, prótein, tréni, sykur, hestafóðureiningar) og útreikningum á heygjöf á dag pr hest útfrá ykkar heyi. Í stærri greiningunni bætist við helstu stein- og snefilefni.

Þið setjið heyið í poka (100-200 gr hvert sýni) fer eftir hversu þurrt heyið er.  Merkið með nafni, heimilisfangi, kt og tölvupóstfangi

Ég kem til ykkar á sunnudaginn 9. febrúar kl. 14:30 og verð við Reiðhöllina ykkar til kl 14:50. Verð á gráum Renault Koleos

Ef ykkur vantar nánari upplýsingar þá er síminn hjá mér 6612629 og tölvupóstfang beta@efnagreining.is

Susanne Braun dýralæknir hefur rætt við mig um vandamál með fóðrunartengda sjúkdóma í hrossum í ár og þess vegna ákvað ég að bjóða uppá þessa þjónustu þ.e koma á staðinn og taka við heysýnum fyrir þá sem vilja.

Með góðri kveðju,
Elísabet Axelsdóttir