Hinrik Þór Sigurðsson hefur sagt starfi sínu sem yfirþjálfari Sörla lausu.

Starf yfirþjálfara 

Hinrik hefur unnið mikið frumkvöðlastarf fyrir okkur í Sörla og hefur starfað ötullega og af miklum metnaði við mótun reglulegra reiðmennskuæfinga fyrir bæði börn og fullorðna hjá Sörla. Auk þess hefur hann stýrt af fagmennsku undirbúningi fyrir keppnir og stóð fyrir því að koma á Keppnisakademíu yngri flokka. Í vetur kom hann með þá hugmynd að Sörli innleiddi Afreksstefnu fyrir yngri flokka félagsins eftir fyrirmynd ÍSÍ og mun hún verða þróuð lengra á næsta ári.

Allt ofantalið og miklu fleira er kemur að skipulagningu, fræðslu og námskeiðahaldi hefur verið á hans borði og kunnum við honum okkar allra bestu þakkir fyrir hans góða þróunarstarf sem skilað hefur miklum árangri fyrir félagið á undanförnum árum. 

Starf yfirþjálfara verður auglýst á næstu dögum

 Við óskum Hinriki Þór velfarnaðar í allri framtíð og vitum jafnframt að hann verður Sörla áfram innan handar við kennslu og fl.

 Stjórn Sörla