Hnakki og járningagræjum stolið í gær

Úr húsi í 200 hringnum 

Síðast í gær mánudaginn 21. ágúst var farið inn í hesthús í 200 hringnum og þaðan stolið hnakki og járningagræjum.

Við hvetjum alla til að kíkja á eigur sínar og láta okkur vita ef eitthvað vantar og ef svo er þá senda póst á sorli@sorli.is

Við þurfum að reyna að ná utan um það sem hverfur, til að hægt sé að fylgast með hlutum sem koma til sölu á sölusíðum samfélagsmiðla.

Einnig hvetjum við alla til að tilkynna þjófnað til lögreglu.

Verum vakandi og vinnum saman að því að uppræta þetta ástand í hverfinu okkar.

Áfram félagsmenn Sörla!