HorseDay kynning

Appið 

Á Sörlastöðum fimmtudaginn 7. des kl 18:30

Allir velkomnir!

Oddur Ólafsson eigandi og stofnandi HorseDay kemur og fræðir okkur um appið pg notkunarmöguleika þess við þjálfun hestanna okkar.

Tíminn er bóklegur tími í reiðmennskuæfingum Sörla en öllum áhugasömum félagsmönnum er boðið að taka þátt að þessu sinni.

HorseDay er app sem er þróað sérstaklega fyrir íslenska hestinn, knapa hans, eigendur, þjálfara, ræktendur og alla áhugasama um Íslenska hestinn. Appið gerir notandanum kleift að fylgjast með, geyma og fá aðgang að öllum upplýsingum varðandi þjálfun og umönnun hesta sinna, allt á einum stað.

Aðgangur ókeypis

Fjölmennum á Sörlastaði