Hreinsunardagur í Hlíðarþúfum 13. maí, kl 12:00-15:00

Hlökkum til að sjá sem flesta 

 

Við öll viljum hafa hreint og fínt í kringum okkur og  til þess að það gangi þá verða allir að taka þátt í hreinsunarstarfinu, margar hendur vinna létt verk J

Ruslagámur verður á svæðinu á laugardag sem verður sóttur af Hafnarfjarðabæ á milli 14:30 og 15:00

Gengið verðu um hverfið og rusl verður fjarlægt frá húsum.

Eigendur verða taka ábyrgð á sínu drasli fyrir utan sín hús því annars verður það fjarlægt án allrar ábyrgðar.

Eins og allir vita þá er Sorpa alltaf að passa upp á að við flokkum eins mikið og hægt er, því má ekki henda í gaminn:

·         Allmennt heimilssorp/kaffistofusorp

·         Hey, hvort sem það er ónýtt eða ekki

·         Heyrúlluplast (á að fara í gamana hjá Sörla annan hvern þriðjudaga klukkan 17:30 – 18:00)

Að sjálfsögðu eigia húseigendur sem hafa verið að standa í stórum framkvæmdum innanhús að sjá sjálfir um að koma því rusli á Sorpu.

Verkefni hreinsunardagsins eru eftirfarandi:

·         Tína rusl og taka til í Hlíðarþúfum.

·         Stóra reiðgerðið og hringgerðin - raka frá köntum og lagfæra.

·         Yfirfara tunnuna okkar - raka frá köntum og lagfæra.

·         Labba skógarhringinn og tína rusl. (Stjórnin mun vera með poka við Gáminn)

Stjórnin mætir að sjálfsögðu með pylsur á grillið og drykki klukkan 15:00 og kvetjum við alla að koma og hafa gaman saman með okkur J.