Hreinsunardagur í Hlíðarþúfum frestast til 13. maí

Hlökkum til að sjá sem flesta 

Húsfélagið hefur frestað hreinsunardaginum til laugardagsins 13. maí. Klukkan 12:00-15:00. 

Ruslagámur verður á svæðinu en hann er eingöngu ætlaður fyrir umhverfisrusl.

Ruslagámur er ekki ætlaður fyrir rusl úr hlöðum og kaffistofurusl. 

Verkefni hreinsunardagsins eru eftirfarandi:
Tína rusl og taka til í Hlíðarþúfum. 
Æfingagerði - raka frá köntum og lagfæra. Mála gerðið að innanverðu ef veður leyfir.  
Yfirfara tunnuna okkar - raka frá köntum og lagfæra. 
Hringgerðin tvö - raka frá köntum og lagfæra. 
Labba skógarhringinn og tína rusl.

Veitingar og grill í boði húsfélagsins að verki loknu kl 15:00

Margar hendur vinna létt verk auk þess verður stjórninn vel merkt til að fólk geti náð tali á okkur ef eitthvað er óljóst. 

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Með bestu sumarkveðjum,
Húsfélagsstjórn Hlíðaþúfna 2023-2024.