Ágætu Sörlafélagar.
Búið er að ganga frá og laga eftir að einhverjir óprúttnir félagsmenn fóru í leyfisleysi í viðrunarhólfið á Bleiksteinshálsi með hrossaskít og sturtuðu honum bæði á plan sem búið var að útbúa og einnig út fyrir svæðið sem við höfum til afnota. Þetta er auðvitað algjörlega ólíðandi og þvílík skammsýni þeirra sem gera þetta því að ef að það er ekki gegnið um svæðið af snyrtimennsku þá verður það tekið af okkur.
Nú er svo komið að nánast ómögulegt er að losa hrossaskít nema í Sorpu hér innan borgarmarkanna. Við höfum fengið leyfi til að losa skít í hólfið til að græða það upp. En til þess að það sé mögulegt þá verðum við að setja gjald á losunina því við verðum að greiða fyrir dreifinguna.
Einungis tveir aðilar koma til með að losa gáma því annað gengur ekki upp,það eru þeir
Kristján 897 9200 og Markús 849 7965.
Gjald pr gám er 15.000 kr, alveg sama hvaða stærð, því að það kostar alltaf jafn mikið að fá vél á staðinn til að dreifa úr skítnum. Þetta er nákvæmlega eins í Spretti, það losar enginn á tippinn hjá þeim öðruvísi en að greiða fyrir það og það er eitt verð fyrir alla gáma.
Vonandi nýtist þessi lausn húseigendum í efra hverfinu.
Áfram Sörli