Hvítasunnuhlaup Hauka 2024

Tökum tillit 

Mánudaginn 20. maí næstkomandi fer Hvítasunnuhlaup Skokkhóps Hauka og Brooks fram í 12. sinn.

Hlaupið er um uppland Hafnarfjarðar, á götum og göngustígum eins og sjá má á kortinu á Google maps.

Tökum tillit knapar góðir og verum ekki á hrossum á þessu svæði á meðan hlaupið fer fram til að tryggja öryggi allra.

Hlaupið er ræst kl. 10:00 og eru flestir hlauparar komnir í mark kl. 13:00. Von er á allt að 500 hlaupurum. Við erum með öfluga brautarvörslu víða á svæðinu.

Kort af hlaupinu er á Google maps (3 vegalengdir).  Lengsta vegalengdin (22 km) fer meðal annars um vegina kringum Skátaskálann.

https://hlaup.is/vidburdir/hvitasunnuhlaup-hauka-og-brooks-20-05-2024/