Hvítasunnuhlaup Hauka og Brooks

Í upplandi Hafnarfjarðar 

Mándaginn 6. júní næstkomandi fer Hvítasunnuhlaup Hauka og Brooks fram í 10. sinn. Hlaupið er um uppland Hafnarfjarðar, á götum og göngustígum.

Hlaupið er ræst kl. 10:00 og eru flestir hlauparar komnir í mark kl. 13:00. Von er á um 300-400 hlaupurum og það verður öflug brautarvarsla víða á svæðinu.

Til að tryggja öryggi allra sem nota svæðið til útivista verða félagsmenn Sörla að skoða vel kortið hér að neðan og forðast að vera á þessu svæði rétt á meðan hlaupið fer fram.

Tökum tillit.

Áfram Sörli