Hvítasunnuhlaupið 2023

Tökum tillit 

Mánudaginn 29. maí næstkomandi fer Hvítasunnuhlaup Hauka og Brooks fram í 11. sinn. Hlaupið er um uppland Hafnarfjarðar, á götum og göngustígum eins og sjá má á kortinu á Google maps.

Tökum tillit knapar góðir og verum ekki á hrossum á þessu svæði á meðan hlaupið fer fram til að tryggja öryggi allra.

Hlaupið er ræst kl. 10:00 og eru flestir hlauparar komnir í mark kl. 13:00. Við eigum von á um 300-500 hlaupurum eftir veðri, nú eru tæplega 300 skráðir. Við erum með öfluga brautarvörslu víða á svæðinu.

Kort af hlaupinu er á Google maps (3 vegalengdir).  Lengsta vegalengdin (22 km) fer meðal annars um vegina kringum Skátaskálann.

https://www.google.com/maps/d/u/0/viewer?mid=1NdXOoH-JuhwfT68nAn-WRMflBm6p3AH5&ll=64.03884667309532%2C-21.934969849999998&z=14