Ingimar Sveinsson - hinn eini sanni 25. október kl 16:00

Harðarból - Hestamannafélagið Hörður 

Hinn 25. október nk ætlar hinn 97 ára gamli höfðingi og hestamaður að halda opnunarteiti í Harðarbóli í tilefni af endurútgáfu bókar sinnar Hrossafræði, alhliða upplýsinga- og fræðirit um hesta.

Bókin er full af fróðleik og hefur víða verið notuð til kennslu, en er ekki síður fróðleg og skemmtileg aflestrar.

Ingimar á marga aðdáendur, finnst þeim hann hafa lagt margt til okkar hestamanna og verið frumkvöðull í fræðslu og tamningum.

Tamningaaðferðir hans eru mörgum kunnar, en hann hætti útreiðum og tamningum fyrir ca 3 árum síðan, en þá tamdi hann sinn síðasta hest sem henn nefndi Endasprett.

Veitingar í boði og dótturdóttir Ingimars GDRN mun syngja nokkur lög.

Allir velkomnir.