Járninganámskeið með Gunnari Guðmundssyni járningameistara

Verður 

Helgina 9.-10. mars mun fyrrum Sörlafélaginn Gunnnar Guðmundsson vera með járninganámskeið fyrir byrjendur og lengra komna.

Bóklegir tímar verða á föstudagskvöldinu og verklegir á laugardag og sunnudag. Gunnar skiptir hópnum upp eftir bóklega tímann.

Gunnar Guðmundsson járningameistari lærði járningar í Bæjaralandi Þýskalandi frá 1989-1993 og tók járningamannapróf frá Dýralækningaháskólanum í Vin. Hann lauk svo meistaranámi í faginu 2019.

Flutti þá heim til Íslands og starfaði við járningar hér heima, flutti aftur til Þýskalands og starfar þar í dag, ásamt því að koma heim til Íslands og járna reglulega.

Gunnar hefur mikla reynslu bæði af járningum og kennslu. 

Bókleg kennsla á föstudegi á Sörlastöðum fra kl 19:00 - 21:00

Verkleg kennsla í félagshúsi Sörla fyrri hópur frá 8-12 og seinni hópur frá 13-17

Lágmarksfjöldi er 6 og hámarksfjöldi er 12 manns.

Þátttakendur mæta með sín eigin verkfæri og eigin hross til að járna.

Skeifur eru innifaldar í námskeiðsgjaldi.

Námskeiðsgjaldið er 30.000 kr

Skráning á Sportabler.

Skráningu líkur 8. mars kl 12:00

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Sportabler.

sportabler.com/shop/sorli

Til að skrá í Sportabler þarf að stofna aðgang:
Velja tungumál
Innskrá í Sportabler
Nýskrá
Fylla út
Senda

Ferkari upplýsingar veitir Svavar í fræðslunefnd 692 5918

Fræðslunefnd
Sörla