Jólaskreytingakeppni

 

Hestamannafélagið Sörli efnir til samkeppni um best jólaskreytta hesthúsið í báðum hverfum. Jólaskreytingin verður að sjást utan frá.

Dregið verður frá stigum ef skreytingarnar eru til þess fallnar að losna, hræða hross eða valda vandræðum. Við biðjum því fólk að vera skynsamt í þessum leik okkar og passa að ekki skapist eldhætta eða önnur hætta á slysum.

Þetta er einungis til gamans gert nú þegar að við búum við sérstakar aðstæður hvað varðar það að hafa gaman saman.

Í verðlaun verður glæsilegt ullarteppi  frá Kidka með logo-i uppáhalds hestamannafélagsins okkar, Sörla.

Dæmt verður laugardaginn 19. desember og verðlaun fyrir best skreytta hesthúsið veitt í beinu streymi á Facebooksíðu Sörla.

Einnig verður klappað sérstaklega í beinni fyrir best skreyttu götunni/hringnum.

Í leiðinni viljum við láta ykkur vita að ullarteppi, hestaábreyður og hnakkahlífar með logo-i Sörla eru til sölu og  Didda tekur niður pantanir á skrifstofutíma. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið sorli@sorli.is og panta þessar stórglæsilegu vörur. Nánari auglýsing kemur síðar með myndum af vörunum.