Kæru Sörla félagar

 

Mig langar til að þakka ykkur f.h. LH fyrir að hafa verið dugleg að nýta ykkur áningaraðstöðu LH að Skógarhólum í sumar.

Sörlafélagar hafa verið hvað fjölmennasti hópurinn úr hestamannafélögum af höfuðborgarsvæðinu og víðar sem að þangað komu í sumar.

Var umgengni og allt sem þið gerðuð til fyrirmyndar og voruð félaginu til sóma.Vonumst við til að þið munið halda áfram á þessari braut á næstu árum og nýta ykkur þessa aðstöðu og þá fallegu náttúru sem er á Þingvöllum. Við erum að endurbæta aðstöðuna á Skógarhólum og gera hana enn betri. Sú vinna sem unnin hefur verið er öll unnin í sjálfboðavinnu og framkvæmd af fólki sem hefur skráð sig í „Vini Skógarhóla“.

Fram undan eru mörg verkefni og viljum við hvetja ykkur til að skrá ykkur í „Vini Skógarhóla“ á vefsíðu LH: https://www.lhhestar.is/is/moya/formbuilder/index/index/vinir-skogarhola og taka þátt í uppbyggingu á aðstöðunni á Skógarhólum sem geymir 70 ára sögu hestamanna á Þingvöllum.

Margar hendur vinna létt verk og hver sem tekur þátt í þessu með okkur þarf ekki að vinna mikið. Það eru margskonar verkefni sem þarf að gera, ekki bara smíðavinna, þannig að allir ættu að geta fundið verkefni við sitt hæfi.

Fyrir hönd LH
Eggert Hjartarson staðarhaldari á Skógarhólum

Húsið að Skógarhólum