Kaldárselsvegur lokaður að hluta 3.-5. júlí

Malbikunarframkvæmdir 

Kaldarselsvegur verður lokaðaður á stuttum kafla við gatnamót Hvaleyrarvatnsvegar vegna malbikunarframkvæmda, fræsa á malbik, hefla, þjappa og leggja nýja yfirlögn.

Hjáleið er um Sörlaskeið (hesthúsahverfi), afleggjari að Hvaleyrarvatni frá Kaldárselsvegi er lokaður.

Við viljum biðja ökumenn að keyra HÆGT og knapa að fara sérstaklega gætilega á hjáleið um Sörlaskeið.

Lokað verður í þrjá daga frá 3. júlí frá kl 9:00 - 5. júlí til kl 18:00