Ágætu Sörlafélagar
Okkur er það sönn ánægja að segja ykkur frá því að við ætlum að vígja nýja reiðleið, Klifsholtsleið á Skírdag þegar við tökum á móti gestum úr nágrannafélögum okkar, þetta er leið sem liggur í jaðri bæjarlandsins frá Torgi hinna himnesku veiga í Smyrlabúð.
Á laugardaginn 1. apríl er stefnt á að fara með steinbrjót á grófa efnið sem lagt var síðastliði haust og erum við gríðalega spennt að sjá hvernig til tekst.
Hestamenn eru vinsamlegast beðnir að fara ekki þessa leið á laugardaginn.
Ekki verður annað sagt en að útsýnið er dásamlegt og leiðin skemmtileg. Tölverð stytting er á leið okkar í Heiðmörkina með þessum reiðvegi og bætist við skemmtilegur hringur sem hægt er að fara.
Nýja leiðin er búin að vera á skipulagi í rúm 10 ár en síðastliðið haust var ákveðið að ráðast í þessa framkvæmd af reiðveganefnd Sörla og framkvæmdarsviði Hafnarfjarðarbæjar. Bærinn lagði til 10 milljónir í framkvæmdina og félagið 7 milljónir og hafði það fé að hluta komið úr ferðaleiðasjóði LH.
Vonumst við til að yfirferð með grjótbrjótinum verði til þess að leiðin verði vel fær og að það þurfi að setja mun minni ofaníburð af reiðvegaefni til að klára framkvæmdina.
Verktaki við gerð reiðvegarins er Loftorka ehf og verktaki á grjótbrjóti er Bessi Freyr frá Hofstaðaseli.
Kveðja frá
Reiðveganefnd