Kennd verða knapamerki 2, 3 og 4 að þessu sinni ef næg þátttaka næst í hópana (lágmark 5 iðkendur).
Knapamerkin eru markvisst og stigskipt nám í hestamennsku. Námið hentar öllum byrjendum sem lengra komnum. Námið er skipulagt þar sem farið er yfir nánast alla þætti hestamennskunnar og lagður grunnur að árangri og öryggi. Á fyrsta stigi er lögð áhersla á grunnatriði, atferli, eðli og hegðun hesta, knapinn lærir að umgangast hestinn af öryggi. Farið er yfir gangtegundir, ásetu og taumhald. Stig af stigi aukast kröfurnar jafnt og þétt og námsefnið verður viðameira. Á 5. og síðasta stiginu á knapinn að hafa mjög gott vald á gangtegundum, mismunandi ásetum, fjölbreyttum fimiæfingum og skilja hvernig á að byggja upp og þjálfa reiðhest. 5. stigið leggur grunn að því að knapinn geti lagt fyrir sig frekar nám í tamningum og þjálfun hesta.
Knapamerki 2
Undanfari - nemandi verður að hafa lokið Knapamerki 1.
13 verklegar reiðtímar og 6 bóklegir tímar.
Bókleg kennsla hefst 13. sept - 28. sept, kennt verður á þriðjudögum og miðvikudögum kl 19:00 - 20:00
Verklega kennslan hefst 4. okt -15. nóv. Kennt er á þriðjudögum 19:00-21:00 og laugardögum 11:00-13:00
Á eftirfarandi dögum: 4. okt, 8. okt, 11. okt, 15. okt, 18. okt. 22. okt, 25. okt, 29. okt, 1. nóv, 5. nóv, 8. nóv, 12. nóv og 15. nóv yrði verklegt próf.
Verð 18 ára og yngri 54.000 kr
Verð 19 ára og eldri 66.000 kr
Knapamerki 3
Undanfari - nemandi verður að hafa lokið Knapamerki 2.
20 verklegar reiðtímar og 7 bóklegir tímar.
Bókleg kennsla hefst 13. sept - 3. okt, kennt verður á þriðjudögum og miðvikudögum kl 20:00 - 21:00.
Verklega kennslan hefst 5. okt -10. des. Kennt er á miðvikudögum 18:00-20:00 og laugardögum 9:00-11:00
Á eftirfarandi dögum: 5. okt, 8. okt, 12. okt, 15. okt, 19. okt. 22. okt, 26. okt, 29. okt, 2. nóv, 5. nóv, 9. nóv, 12.nóv, 16. nóv, 19. nóv, 23. nóv, 26. nóv, 30. nóv, 3. des, þriðjudaginn 6. des og 7. des yrði verklegt próf.
Verð 18 ára og yngri 77.000 kr
Verð 19 ára og eldri 97.000 kr
Kennari Knapamerkja 2 og 3 er Ásta Kara Sveinsdóttir.
Knapamerki 4
Undanfari - nemandi verður að hafa lokið Knapamerki 3.
22 verklegar reiðtímar og 11 bóklegir tímar.
Bókleg kennsla hefst 13. sept - 18. okt, kennt verður á þriðjudögum kl 18:00 og föstudögum kl 16:00.Verklega kennslan hefst 21. okt - 17. jan. Kennt er á þriðjudögum kl 18:00 og föstudögum kl 16:00.Á eftirfarandi dögum: 21. okt, 25. okt, 28.okt, 1. nóv, 4. nóv. 8. nóv, 11. nóv, 15. nóv, 18. nóv, 22. nóv, 25. nóv, 29. nóv, 2.des, 6.des, 9 des, 13. des, 16. des, 3 jan, 6. jan, 10. jan, 13. jan, 17. jan yrði verklegt próf.
Verð 18 ára og yngri 87.000 kr
Verð 19 ára og eldri 109.000 kr
Kennari Knapamerki 4 er Hinrik Þór Sigurðsson
Við verðum að forskrá og raða í hópa, áður en skránig fer fram í Sportabler fyrir 18 ára og yngri, þar sem hægt er að nýta frístundastyrk, 19 ára og eldri fá sendan reikning.
Forskráning er hafin á knapamerki: Knapamerki 2, Knapamerki 3, Knapamerki 4.
Einnig geta þeir sem eru búnir með bóklega hlutann eða hafa tekið þessi stig áður skráð sig bara í verklegt undir þessum skáningarflipum, en þeir sem hafa lokið þessum stigum ganga ekki fyrir en geta fengið að taka þátt ef það vantar í hópa.