Knapamerki – haust/vetur 2025-2026

Haust 2025 

Knapamerki
Knapamerkjabækurnar fimm

Í haust/vetur ætlum við að bjóða uppá Knapamerkin líkt og áður. Að þessu sinni verða kennd Knapamerki 1 og 3 sem verða á haustönn og Knapamerki 4 og 5 sem byrja á haustönn og klárast í janúar/febrúar.

Knapamerkin eru markvisst og stigskipt nám í hestamennsku. Námið hentar öllum byrjendum sem lengra komnum. Námið er skipulagt þar sem farið er yfir nánast alla þætti hestamennskunnar og lagður grunnur að árangri og öryggi. Á fyrsta stigi er lögð áhersla á grunnatriði, atferli, eðli og hegðun hesta, knapinn lærir að umgangast hestinn af öryggi. Farið er yfir gangtegundir, ásetu og taumhald. Stig af stigi aukast kröfurnar jafnt og þétt og námsefnið verður viðameira. Á 5. og síðasta stiginu á knapinn að hafa mjög gott vald á gangtegundum, mismunandi ásetum, fjölbreyttum fimiæfingum og skilja hvernig á að byggja upp og þjálfa reiðhest. 5. stigið leggur grunn að því að knapinn geti lagt fyrir sig frekar nám í tamningum og þjálfun hesta. 

Knapamerkin eru frábær grunnur fyrir alla knapa hvort sem þeir séu almennir áhugamenn um reiðkennsku eða vilja vera meira að keppa. Margir af okkar bestu knöpum hafa lokið við knapamerkin enda er það frábær grunnur fyrir þá sem íhuga svo að sækja um á Háskólanum á Hólum í hestafræði. Þeir sem eru á efsta stigi í grunnskóla eiga geta fengið knapamerkin inn sem val og þeir sem eru í framhaldsskóla geta fengið knapamerkin metinn inn til eininga.

Knapamerki 1
6 bóklegir tímar og 12 verklegir tímar.
Bókleg kennsla hefst 9. september, kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl: 17:00 – 18:00.
kennt verður 9. og 11. september og kemur svo viku pása þar sem kennarin er erlendis. Kennsla heldur svo áfram 23. sept.
Verklega kennslan hefst þriðjudaginn 7. október og stendur til 18. nóvember. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum.

Bóklegt: 9. sept, 11. sept, 23. sept, 25. sept, 30. sept. próf 2. okt.
Verklegt: 7. okt, 10. okt, 14. okt, 16. okt, 21. okt, 23. okt, 28. okt, 30. okt, 4. nóv, 6.nóv, 11 nóv, 13. nóv.  próf 18. nóv.
Verð: 18 ára og yngri 55.000 kr.
verð: 19 ára og eldri 63.000 kr.

Kennari í Knapamerki 1 er Ásta Kara Sveinsdóttir

Knapamerki 3
Undanfari - nemandi verður að hafa lokið Knapamerki 2.
7 bóklegir tímar og 20 verklegir tímar.
Bókleg kennsla hefst 9. september, kennt verður á þriðjudögum og fimmtudöum kl 16:00 – 17:00.
Kennt verður 9. og 11. september og kemur svo viku pása þar sem kennarin er erlendis. Kennsla heldur svo áfram 23. september.
Verkleg kennsla hefst fimmtudaginn 10. október og stendur til 16. des. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum.

Bóklegt:  9. sept, 11. sept, 23. sept, 25. sept, 30.sept, 2. okt, próf 7. okt.
Verklegt: 10. okt, 14. okt, 16. okt, 21. okt, 23. okt, 28. okt, 30.okt, 4. nóv, 6. nóv, 11. nóv, 13. nóv, 18. nóv, 20.nóv, 25. nóv, 27.nóv 2. des, 4. des, 9. des, 11. des,  próf 16. des
Verð: 18 ára og yngri 77.000 kr.
verð: 19 ára og eldri 97.000 kr.

Kennari í Knapamerki 3 er Ásta Kara Sveinsdóttir

Knapamerki 4
Undanfari - nemandi verður að hafa lokið Knapamerki 3.
11 bóklegir tímar og 22 verklegir tímar.
Bókleg kennsla hefst 30. september og stendur til 4. nóvember. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum  kl: 17:00 – 18:00.
Verkleg kennsla hefst fimmtudaginn 20. nóvember og stendur til 22. janúars. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum.
 Bóklegt: 30. sept, 2.okt, 7. okt, 9.okt, 14. okt 16. okt, 21. okt, 23. okt, 28. okt, 30, okt, próf 4. nóv
verklegt: 20. nóv, 25, nóv, 27. nóv, 2. des, 4. des, 9. des, 11 .des, 16. des, 18. des,
                  8. jan, 13. jan, 15. jan, 20. jan,  próf 22. jan
Verð: 18 ára og yngri 115.000 kr.
verð: 19 ára og eldri 132.000 kr.

Kennari í Knapamerki 4 er Friðdóra Friðriksdóttir

Knapamerki 5              
Undanfari - nemandi verður að hafa lokið Knapamerki 4.
11 bóklegir tímar og 24 verklegir tímar.  
Bókleg kennsla hefst 9. september og stendur til 14. október. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl: 18:00 – 19:00
Verkleg kennsla hefst fimmtudaginn 16. október og stendur til 29. janúars. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum.
Bóklegt: 9. sept, 11. sept, 16. sept, 18. sept, 23. sept, 25. sept, 30. sept, 2. okt, 7. okt, 9. okt,  próf 14. okt
verklegt: 16. okt, 21. okt, 2. okt, 28. okt, 30.okt, 4. nóv, 13. nóv(Ásta), 18. nóv, 20. nóv, 25. nóv, 27. nóv, 2. des, 4. des, 9.des, 11. des, 16. des, 18. des.
8. jan, 13. jan, 15. jan, 20. jan, 22. jan, 27. jan, próf 29. jan.
 
Verð: 18 ára og yngri 117.000 kr.
verð: 19 ára og eldri 135.000 kr.
Kennari í Knapamerki 5 er Friðdóra Friðriksdóttir

Við verðum að forskrá og raða í hópa, áður en skránig fer fram í Sportabler, 18 ára og yngri geta nýta frístundastyrk, hægt er að skipta greiðslum. 19 ára og eldri forskrá einnig og geta einnig óskað eftir skiptingu á greiðslum.

Fyrstu 9 sem skrá sig komast að, hinir fara á biðlista.

Hér er hægt að forskrá á Knapamerki 1

Hér er hægt að forskrá á Knapamerki 3

Hér er hægt að forskrá á Knapamerki 4

Hér er hægt að forskrá á Knapamerki 5

Þessir nemendur hafa lokið við öll stig knapamerkjana og höfðu þetta um þau að segja:

Fanndís Helgadóttir

“Knapamerkin mótuðu mig eiginlega sem knapa. Þegar ég byrjaði í knapamerkjunum kunni ég voða lítið en þegar ég var búin með þau var ég orðin mjög klár í umhirðu og þjálfun á hestinum mínum. Knapamerki kenndi mér í raun öll þau grunnatriði sem ég veit í dag og eru svo mikilvæg að kunna til þess að ná sem bestum árangri í þjálfun og keppni. Hvert stig styrkti mig sem knapa hvað varðar ásetu, æfingar og hæfni til að ná betri tökum á hestinum mínum. Mér fannst líka svo skemmtilegt að fá að læra um Íslenska hestinn og gaf það manni meira áhuga og metnað til að ná árangri með sinn eigin hest. Ég sé alls ekki eftir því að taka knapamerkin af því að ég lærði svo heilmikið sem fékk mig til þess að halda áfram og mæli ég eindregið með að fara í þau, fyrir alla!”

Sunna Þurríður Sölvadóttir

“Ég hef lokið við öll 5 knapmerkinn. Mæli hiklaust með þessu námskeiðum. Maður lærir svo ótrúlega margt og hentar öllum. Hvort sem maður er að stefna á keppni, útreiðar eða á hestafræðina hjá háskólanum á Hólum. Ég sjálf er að byrja á hólum núna og námskeiðin eru ótrúlega góður grunnur fyrir námið. Það sem stóð upp úr hjá mér var hvað maður lærir mikið á sjálfan sig og hestinn sinn. Ef ég mætti ráða væru fleiri en 5 merki! Gæti alveg hugsað mér að taka þau aftur.”