Kynbótadagur Sörla 4. maí - námskeiðið fullbókað !

Á Sörlastöðum 

Skráning hefur verið góð og erum við búin að fylla námskeiðið. Fyrir afar áhugasama er hægt að senda póst og skrá sig á biðlista.

Fyrirhugað er að hittast kl.10 í Stebbukaffi. Þorvaldur Kristjánsson heldur fyrirlestur og metur svo sköpulag hrossanna í reiðhöllinni . 

Skráning á biðlista; tölvupóstur á netfangið topphross(hja)gmail.com með nafni og IS númeri hross.

Þeir sem hafa skráð nú þegar mega drífa í að greiða skráningargjaldið.

Skráningargjald: 5000 krónur fyrir hross, millifærist á reikning 0545-26-3615, kt.640269-6509.

Ath. allir eru velkomnir á fyrirlesturinn og að fylgjast með þegar hrossin eru byggingardæmd.

Kynbótanefnd
Sörla