Landsþing LH - þingfulltrúar

Í Víðidal 4. - 5. nóv 

Lansdsþing LH verður haldið dagana 4. – 5. nóvember n.k í boði Hestamannafélagsins Fáks. Rétt til þingsetu eiga 177 þingfulltrúar frá 40 hestamannafélögum. Hestamannafélagið Sörli á rétt á að senda 12 fulltrúa á þingið.

Stjórn Sörla ráðstafar sætum til setu á þingið, en auk stjórnar og nokkurra formanna nefnda á vegum Sörla eru ákveðin sæti til setu á þingið í boði fyrir þá sem áhuga hafa að sitja þingið og taka þátt í störfum þess.

Þeir sem áhuga hafa eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á sorli@sorli.is  fyrir 20. okt og óska eftir því að vera þingfulltrúar félagsins.

Stjórn Sörla