Landsmótsfarar yngri flokka athugið

Þjálfun fyrir keppnishest 

Fulltrúum yngri flokka Sörla á Landsmóti 2022 stendur til boða að þiggja þjálfun og kennslu með keppnishest sinn fram að Landsmóti og aðstoð á mótinu sjálfu sér að kostnaðarlausu.

Um er að ræða einstaklingsmiðaða aðstoð sem hefst strax í næstu viku og stendur framyfir Landsmótið.

Fyrsta mál á dagskrá er kynningarfundur á mánudaginn 13 júní kl 18:30 á Sörlastöðum þar sem við förum yfir þá dagskrá sem framundan er.

Við hvetjum alla keppendur og foreldra sem hafa áhuga að koma.

Þátttökurétt á þessum æfingum hafa fulltrúar Sörla og varaknapar í barna- og unglingaflokki.

Þeir knapar sem hafa hug á að nýta sér æfingar og þjálfun eru beðnir um að senda skráningu á yfirþjálfara Sörla á hinriksigurdsson@gmail.com eða skrá sig í síma 6959770.

Sjáumst á mánudaginn
Hinni Sig