Á mánudaginn næsta 24. mars hefst ljósleiðaralagning Mílu frá Sörlaskeiði upp í Kaldársel, verkið á að taka 2-3 daga og verður unnið að mestu á dagvinnutíma.
Ljósleiðarinn verður lagður í skurð, skurðurinn tekinn, ljósleiðarinn lagður í og mokað strax yfir, það verða aldrei neinir skurðir opnir og allt verður vel merkt til að standa eins vel að verkinu og hægt er, þannig að það valdi sem minnstri hættu fyrir útreiðarfólk og raski fyrir húseigendur við Sörlaskeiðið.
Fyrirvarinn er ótrúlega stuttur og nóg er um rask á og við reiðvegina okkar sérstaklega í kringum göngubrúarframkvæmdina sem á fyrir löngu að vera búin. En við skulum vona að þetta tímaplan gangi eftir og þeir klári vinnu sína við lagningu ljósleiðarans á sem skemmstum tíma.