Eiðfaxi stendur fyrir kjöri á manni ársins 2022 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Lesendur sendu inn tilnefningar í gegnum vef Eiðfaxa og er nú búið að fara yfir þær og ljóst er hvaða sex aðilar berjast um titilinn „Maður ársins 2022“.
Hestamannafélgið Sörli er eitt af sex aðilum sem eru tilnefnd, við erum gríðarlega ánægð með þessa tilnefningu.
Þeir sem vilja taka þátt í kosningunni fara inn á eidfaxi.is og finna Spurningu vikunnar og kjósa þar, sjá sýnishorn hér að neðan, ekki hægt að kjósa hér.
Hér að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru í stafrófsröð.
Hægt verður að greiða atkvæði hér til hliðar á vef Eiðfaxa. Kosningin stendur yfir til 28. desember. Tilkynnt verður um valið á gamlársdag.
Framkvæmdastjórn Landsmóts
“Héldu frábært Landsmót sem skilaði fordæmalausum hagnaði” kemur fram í tilnefningunum.
Hans Þór Hilmarsson
“Fyrir heimsmetssýningu sína á Sindra frá Hjarðartúni,” kemur fram í tilnefningunum.
Helga Una Björnsdóttir
“Heimsmet á hestinum Viðar frá Skör og frábær fyrirmynd,” kemur fram í tilnefningunum.
Hestamannafélagið Sörli
“Fyrir forustu í æskulýðsmálum og fyrir að standa vel að nýliðunarmálum. Öflugt félag með frábæran anda,” kemur fram í tilnefningunum.
Hjörvar Ágústsson
“Auðsjáanleg og smitandi gleði sem þarf í heim hestamennskunar. Heldur úti frábæru podcasti, frábær þulur og alltaf tilbúinn í alls konar verkefni tengd hestamennskunni,” kemur fram í tilnefningunum.
Reynir Örn Pálmason
“Fyrir að standa upp fyrir kynbótaknöpum á Landsmótinu,” kemur fram í tilnefningunum.