Meistaradeild æskunnar

Fréttir af fólkinu okkar 

Fyrsta mót Meistaradeildar æskunnar fór fram í gær. Þar áttum við tvo glæsilega fulltrúa, þær Söru Dís Snorradóttur og Kolbrúnu Sif Sindradóttur.

Sara Dís á hestinum Gusti frá Stykkishólmi fór efst inn í úrslit eftir forkeppni en þau höfnuðu í 5. sæti í úrslitum.

Kolbrún Sif og og Bylur frá Kirkjubæ urðu í 16.-18. sæti með glæsilega einkunn. Liðið hennar sigraði liðakeppnina eftir fyrsta mótið.

Það verður gaman að halda áfram að fylgjast með þeim.

Áfram Sörli