Meistaradeildirnar halda áfram og enn eru okkar þátttakendur að gera góða hluti.

Meistaradeildir æskunnar og ungmenna 

Keppt var í Gæðingafimi í Meistaradeild Ungmenna á föstudaginn og urðu þau Katla Sif Snorradóttir og Flugar í þriðja sæti. Á sunnudag var síðan keppni í  Meistaradeild Æskunnar og þar kepptu þau Sara Dís Snorradóttir og Gustur og sem urðu í 9-10. sæti.

Þær systur eru virkilega flottir fulltrúar félagsins og standa sig svo sannarlega vel.

Óskum við þeim innilega til hamingju.

Áfram Sörli.