Miðbæjarreið í Reykjavík 23. apríl

Allir að fjölmenna 

Landssamband hestamannafélaga og Hestamannafélagið Fákur í Reykjavík efna til miðbæjarreiðar í tilefni af 100 ára afmæli Fáks á morgun 23. apríl.

Hvetjum við alla Sörlafélaga til að taka þátt og fjölmenna í reiðina.

Lagt verður af stað frá BSÍ kl. 13.00, þaðan riðið að Hallgrímskirkju, svo að Austurvelli og um Hljómskálagarðinn aftur að BSÍ. Frábært tækifæri fyrir alla fjölskylduna að koma saman og ríða um miðbæinn í hópi hestamanna.

Hvetjum við hestamenn til að fjölmenna með fákana sína taka þátt í þessum skemmtilega viðburði.