Miðbæjarreiðin 2024 - fer fram laugardaginn 29. júní

Mæting við BSÍ 

Sörlafélagar við hvetjum ykkur öll sem eruð enn með hross á húsi, sérstaklega landsmótsfara til að taka þátt. Fánaberar með fána Landsmóts munu fara fyrir hópunum og minna alþjóð á að einn stærsti og skemmtilegasti íþrótta og menningarviðburður landsins er rétt við það að hefjast. Á eftir þeim koma svo fulltrúar hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu.

Mæting fyrir þátttakendur er ekki seinna en 11:30 á planið við BSÍ sem almennt er hluti af bílastæðum Landsspítalans. Við erum með leyfi til að leggja þar og þar er þægileg aðkoma með kerrur. Brottför frá BSÍ er ekki seinna en 12:00 og verður þá haldið upp Njarðargötu að Hallgrímskirkju. Síðan verður farið sem leið liggur niður Skólavörðuholtið,  með smá útúr snúningum framhjá göngugötulokunum, meðfram tjörninni og aftur að BSÍ. Þetta tekur um það bil klukkustund.

Við þurfum að tilkynna til LH hversu margir knapar mæta frá Sörla, því eru þeir sem ætla að taka þátt vinsamlegst beðnir um að setja sig í samband við Kristján Jónsson, annað hvort með því að senda tölvupóst á kristjanjonss@simnet.is eða í síma 867 6681.

Hér má sjá frétt frá Landssambandi hestamanna um viðburðinn.