Niðurstöður úr milliriðlum í barna- og unglingaflokki

Börn og unglingar 

Milliriðlar í barnaflokki og unglingaflokki voru riðnir í dag og hetjurnar okkar stóðu sig með sóma.

Maríanna var fyrst okkar knapa og hún Dögg, sem er ung hryssa átti erfitt með að slaka á fetinu en átti stórgóða tölt sýningu. 8,17.

Una Björt og Agla gerðu svakalega flotta sýningu á stökki, fékk uppundir 9 fyrir ásetu og stjórnun á stökki og enduðu rétt utan við B-úrslit með 8,31.

Kristín Birta og Amor enduðu svo á því að negla jafna og flotta sýningu sem skilaði sæti í A-úrslitum með 8,58 og fjórða sætið.

Frábærar stelpur sem hófu daginn fyrir okkur.

Í milliriðli unglingaflokksins voru Fanndís Helgadóttir og Ötull að tryggja sér sæti í B-úrslitum. Þau enduðu milliriðilinn í 14- 15. sætinu með 8,49.

Flokkurinn var gríðarlega sterkur og ljóst að ekkert mátti útaf bregða í þeirri samkeppni sem þar var..

Júlía Björg og Sara Dís voru jafnar í 21. sæti með 8,44 og Kolbrún Sif og Kolfinnur enduðu í 29. sæti með 8,26.

Stórskemmtilegur dagur að baki og spennandi dagur á morgun þegar milliriðlar verða riðnir í B flokku, Ungmennaflokki og A flokki.

Áfram Sörli